Ný byrjun

Jæja, þá fer allt að komast í lag aftur. Ég er aðeins búin að breyta hérna og taka til.

Vinnan byrjar á morgun með fundum næstu 3 dagana og er ég orðin pínu spennt.

Kassarnir komu í dag og mun ég verða nokkra daga að taka upp úr þeim og finna dót á ný sem ég hef ekki munað eftir í langann tíma.

Hérna eru myndir sem ég tók af íbúðinni fyrir þá sem hafa áhuga.

Annars ætla ég að fara að sofa því ég þarf að vakna snemma í fyrramálið.........ég fæ samt morgunmat í vinnunni....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Korinna Bauer

Þetta er flott Sigrún! Mér finnst fyndið hvað innréttingar eru bara alls ekki að passa þarna inn, sérstaklega þeir í stofunni og borðstofunni. Alveg eins og dúkkuhús eða þannig. Vonandi leiðist þér ekki á þessum fundum og krakkarnir verða þægir og góðir á mánudaginn og öllum hionum dögum!

Kveðjur að sunnan.

Korinna Bauer, 12.9.2008 kl. 13:44

2 identicon

Sæl skvísa, líst vel á íbúðina þína! Virkar voða kósý eitthvað :o) Vona að allt sé í góðu gengi og þú sért nú ekki of vond við nemendurnar þína alveg svona fyrstu vikurnar, hehe! Knús!

Lilja Arnlaugsdottir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband